top of page

31. jan. 2019 Breytingar í kjölfar nýrrar menntastefnu

  • Writer: Anna Kristín
    Anna Kristín
  • Mar 16, 2019
  • 2 min read

Það var nú ýmislegt skemmtilegt í þessum tíma. Þuríður kynnti Menntaskólann á Tröllaskaga og kom með dæmi þaðan og frá Danmörku um ýmsar breytingar í skólum í kjölfarið á nýrri menntastefnu.


Í framhaldi af því áttu nemendur að fara í hópa og byrja að vinna að veggspjöldum sem ætlunin var að birta á ráðstefnu 8. febrúar: Framhaldskólinn í brennidepli.


Skipt var í hópa á nýstárlegan hátt eða með hraðstefnumóti. Fyrir tímann voru nemar ekki alveg með þessari hugmynd en þegar til kom reyndist hún mjög vel. Í framkvæmd var það þannig að hópnum var öllum skipt í fjóra 12 manna hópa. Hver hópur skiptist síðan í tvennt. Sex settust í hring og restin stóðu í kringum þau og hlustuðu. Síðan átti hver einn af þeim sem sátu að segja frá í sinni hugmynd (varðandi mikilvæg atriði í nýrri menntastefnu) og hafði hver og einn tvær mínútur. Þegar allir voru búnir skiptum við um hlutverk og þeir sem höfðu staðið settust nú í hringinn og hinir hlustuðu. Þegar allir voru búnir að tjá sig kom í ljós að ýmsir höfðu svipaðar skoðanir og röðuðust þeir þá saman í hópa. Síðan settust hóparnir saman með A3 blöð og skrifuðu niður hugmyndir sem hægt væri að setja á veggspjald. Ákveðinn tími var gefinn í þetta og að því liðnu áttu allir hóparnir að teipa blöðin sín upp á vegg, allir fengu gula miða og fengu það hlutverk að fara og gefa komment á hugmyndirnar sem hinir voru með:



Síðan fór hver hópur heim með hugmyndirnar sínar og gulu miðana frá samnemendum. Skila síðan útprentuðu infograph fyrir ráðstefnuna 8. febrúar.


Þetta var mjög skemmtileg vinna. Við vorum tvær, ég og Margrét Liv og gerðum tillögu að því að auka aðgengi í tölvur fyrir alla framhaldsskólum.

 
 
 

Recent Posts

See All
9. apríl 2019 Málstofur

Kennaranemahópurinn okkar er mjög stór þannig að honum verður skipt í tvennt í málstofunum. Þrátt fyrir það er ljóst að tíminn verður...

 
 
 

Comments


Anna Kristín 

© 2023 by  Designs by Thomas Rider. Proudly created with Wix.com

  • facebook-square
  • Twitter Square
Halldórsdóttir
annakrhi.jpg

Portfolio í skólastarfi

 

Þetta portfolíó er þáttur í námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum. Hér er er smá yfirlit yfir alla tímana og skilaverkefnin. Í lokin verður munnlegt próf úr efni þessa portfólíos.

Thanks for submitting!

bottom of page