21. mars 2019 Um þróunarstarf - kenningar og praktík
- Anna Kristín
- Apr 25, 2019
- 1 min read
Við fengum kynningu á þróunarverkefni í FMos. Fín kynning sem setti línurnar fyrir það sem við erum að fara að vinna að. Í hópastarfinu eigum við að búa okkur til þróunarverkefni og fara í gegnum ferlið við að sækja um. Eftirfarandi þættir eru til umhugsunar:
Taka mið af þörfum fyrir þróunarstarf í heimaskóla eða kennslugreinum
Taka mið af gildandi menntastefnu – og/eða framtíðarsýn
Taka mið af rannsóknum í framhaldsskólum – sjá Sérrit Netlu. Framhaldsskólinn í brennidepli 2018 og fleira
Taka mið af áherslum í auglýsingum sjóða sem auglýsa styrki
Þuríður sýndi nokkur módel sem hægt var að nota við frumvinnslu verkefnis. Minn hópur er með heimaskóla BHS og við ákváðum að halda okkur við það, erum fimm í hópnum. Tók okkur smátíma að finna hvaða verkefni við ættum að gera, hvað væri raunhæft fyrir BHS og hvernig við gætum tæklað það. Jóna Svandís hafði m.a. verið með kynningu á sjálfsmatskvörðum í skólastarfi og við ákváðum að fara aðeins inn á það. Og eftir því sem verkkefnið þróaðist aðeins áfram bættum við, við heimasíðu og kennsluefni.
Hugmyndin er sjálfbærni verkefni.

Við völdum okkur Addie Model sem við breyttum aðeins og settum þetta upp samkvæmt því. þannig að hugmyndin fari úr því að greina vandann, hanna verkefni, þróa það áfram, hvernig væri hæt að nota það og síðan meta í lokin.
Comments