top of page

21. feb. 2019 Kennsla og kennsluhættir í framhaldsskólum

  • Writer: Anna Kristín
    Anna Kristín
  • Mar 16, 2019
  • 1 min read

Updated: Mar 17, 2019

Fyrirlestur frá Ingólfi Ásgeiri Jóhannessyni um kennsluhætti í framhaldsskólum. Mér þykir afskaplega leitt en þessi fyrirlestur fór algjörlega fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Ég sat og hlustaði en það fór ekkert inn og stendur því miður ekkert eftir. Þannig að ekki er nú hægt að íhuga mikið um það.


Síðan voru umræðuhópar þar sem fólk var fyrst í sérfræðihópum og ræddi ákveðna grein og fór síðan í þverfaglegan hóp skýrði frá helstu niðurstöðum þessa lesturs. Ég fékk grein Valgerðar S. Bjarnadóttur: Building bridges and constructing walls: Subject hierarchies as reflected in teachers’ perspectives towards student influence: http://netla.hi.is/serrit/2018/framhaldskolinn_brennidepli/04.pdf

(Að byggja brýr og reisa veggi: Stigveldi námsgreina í ljósi viðhorfa framhaldsskólakennara til nemendaáhrifa).


Í greininni eru þetta helstu niðurstöður (tekið úr íslenska úrdrættinum): „Niðurstöðurnar sýna hvernig hugmyndir kennara um áhrif nemenda í ólíkum námsgreinum styðja við og viðhalda hefðbundinni stöðu greina. Svigrúm virðist til að fækka efnisþáttum og fara hægar yfir í stærðfræði á öðrum brautum meðan mikil festa er í hraða yfirferðar og inntaki í stærðfræði á náttúrufræðibrautum. Það sem virðist ekki síst ráða þessu eru fyrir fram mótaðar hugmyndir um skort á getu og áhuga nemenda af öðrum brautum á að læra stærðfræði. Kennarar í öðrum námgreinum en stærðfræði lýsa jafnframt kennsluaðferðum og skipulagi sem felur að einhverju leyti í sér tækifæri fyrir nemendur til að hafa áhrif á það hvað og hvernig þeir læra. Þau áhrif eru mismikil og fela jafnvel í sér ógn við sett námsmarkmið. Sterk og óbreytanleg staða stærðfræðinnar er jafnframt enn greinilegri í ljósi þess hvernig brýr hafa verið byggðar og samfagleg vinna aukin í tungumálum, félagsgreinum og raungreinum. “ http://netla.hi.is/serrit/2018/framhaldskolinn_brennidepli/04.pdf


Ég hef bara ekki mikið við þetta að bæta





 
 
 

Recent Posts

See All
9. apríl 2019 Málstofur

Kennaranemahópurinn okkar er mjög stór þannig að honum verður skipt í tvennt í málstofunum. Þrátt fyrir það er ljóst að tíminn verður...

 
 
 

Comments


Anna Kristín 

© 2023 by  Designs by Thomas Rider. Proudly created with Wix.com

  • facebook-square
  • Twitter Square
Halldórsdóttir
annakrhi.jpg

Portfolio í skólastarfi

 

Þetta portfolíó er þáttur í námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum. Hér er er smá yfirlit yfir alla tímana og skilaverkefnin. Í lokin verður munnlegt próf úr efni þessa portfólíos.

Thanks for submitting!

bottom of page