14. mars 2019 Skólaþróun og breytingastarf í skólum
- Anna Kristín
- Mar 17, 2019
- 1 min read
Þuríður byrjaði á því að kynna skólaþróunarverkefni og ýmsa styrktarsjóði og síðan kom Jóna Svandís og kynnti fyrir okkur verkefni sem hún hafði unnið: Sjálfsmatskvarðar fyrir jafnrétti í framhaldsskólastarfi. Hún fór þar yfir ferlið, reynslunni við að sækja um og það helsta sem þarf að varast og síðan hvernig framkvæmdin fer fram þegar styrkurinn er kominn.
Síðan fórum við í heimaskólahópa og byrjuðum að undirbúa verkefni við að þróa og útfæra hugmynd að verkefni.
Hópurinn minn ætlar að skoða verkefni um sjálfbærni í skólum og hvenrig hægt er að flétta þær hugmyndir inn í hin ýmsu fög. Við ákváðum að fara þá leið frekar en horfa á einstök fög því hópurinn samanstendur af jarðfræði, sagnfræði, íslensku og uppeldisfræði.

Comentarios