24. jan. 2019 Framkvæmd menntastefnu í framhaldsskólum
- Anna Kristín
- Feb 1, 2019
- 2 min read
Updated: Mar 16, 2019
Í dag fengum við fyrirlestur frá Guðrúnu og síðan var Þuríður með innlegg um það hvernig hún notar padlet (padlet.com) en við eigum að skila verkefni vikunnar á padlet.
Verkefni vikunnar felst í að skoða og kortleggja hvernig menntastefnan sem er í gildi birtist í skólanámskrám heimaskóla.
Ég er í BHS og við erum nokkur þar, ákváðum að byrja að vinna í einum stórum hópi (sex) og skipta okkur svo í tvennt. Þegar til kom fannst okkur erfitt að skipta okkur í tvennt og ákváðum að halda okkur í einum hópi en gera verkefnið þeim mun stærra í staðinn eða þannig að það passaði tveimur hópum.
Við vorum smá stund að koma okkur í gang, fannst erfitt að tengja við stefnuna og efnið vera þunglamalegt í skrifum. Það mátti skila hljóðskrá, myndbandi eða blaðagrein. Við ákváðum að þar sem magnið var það mikið hjá okkur þá ætti blaðagrein best við.
Niðurstaðan hjá okkur var að BHS er með námskrá þar sem áhersla er lögð á grunnþættina, fjölbreytta kennsluhætti, námsmat og heilsueflingu. Grunnþættirnir koma allsstaðar fram en þó fannst okkur tengingin vera mest við heilsueflinguna enda er skólinn heilsueflandi skóli.
Helsta nýjungin hjá þeim eru vörður í námi þar sem talað er við alla nemendur tvisvar á ári um árangur og stöðu. Þetta er er gert til að reyna að koma í veg fyrir brottfall en það er einn af þremur þáttunum sem lögð var áhersla á í Hvítbókinni 2014. Ekki er vitað hvaða árangur þetta hefur þar sem þetta er fyrsta árið sem þetta er gert en það virðist vera almenn ánægja með þetta.
Ég kynnti mér námsefni vikunnar ekki nógu vel en ég hraðskautaði yfir það á mikilli ferð þannig að ég ætla ekki að ræða það neitt frekar.
Varðandi padletinn þá finnst mér skemmtilegt að skila verkefnum á þennan hátt. Verkenfi allra eru þá sýnileg án þess að þurfa að vera að opna marga flipa eins og á Moodle.

Comments