top of page

10. jan. 2019 Umræður í opnu rými um framtíð menntunar

  • Writer: Anna Kristín
    Anna Kristín
  • Feb 1, 2019
  • 4 min read

Updated: Mar 16, 2019

Fyrsti tíminn í áfanganum. Kynning á kennurum og umræður um framtíð menntunar í hópum. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki vel lesin en var þó búin að horfa á myndböndin með Robinson sem mér fannst mjög áhugaverð.


Hugmyndir Robinsons

Í fyrra myndbandinu er hann að tala um aukið brottfall úr skólum, minni áherslu á kennslu í sitgreinum og ADHD.

Hann talar um hvernig hugmyndir um nám og skóla hafi lítið breyst, enn sé verið að mennta nemendur eftir hugmyndum fyrri tíma þó ljóst sé að heimurinn hafi breyst mjög mikið.

Mjög skemmtilegur fyrirlestur og vakti mig til umhugsunar um ýmsa þætti.

https://www.ted.com/talks/ken_robinson_changing_education_paradigms


Seinna myndbandið er lengra, rúmar 18 mínútur og þar fer hann yfir víðan völl og talar um hvort skólinn sé að drepa niður sköpunargáfuna hjá nemendum. Hvernig eigum við að mennta nemendur fyrir framtíð sem viið vitum ekki hvernig verður?

Og af hverju er það þannig í stigveldi menntagreinanna (e. hierechy) hefur ekkert breyst varðandi það að stærðfræðin er enn á toppnum og allra neðst koma svo lisgreinarnar.

https://www.ted.com/talks/ken_robinson_says_schools_kill_creativity


Það hefur jú auðvitað alltaf verið þannig að vitum ekkert hvernig framtíðin verður en kannski spáði fólk ekki eins mikið í því áður fyrr (á síðustu öld). Í dag eru breytingar á heiminum liggur við árlega og það er alveg ljóst að við vitum ekkert hvernig framtíðinarsýnin er eftir fimm ár, hvað þá eftir tíu ár. Mér finnst þetta mjög skemmtilegar pælingar og hann nær að setja upp þannig að það er gaman þessu, greinilega góður fyrirlesari með gott vald á efninu (og mikinn áhuga).


Þetta eru mjög áhugaverðar pælingar að mínu mati, sérstaklega í ljósi þess að nú er búið að stytta framhaldsskólann um heilt ár. Hvað verður um listgreinar? Eru það bara nemendur sem fara á sérstakar listnámsbrautir sem fá einhverja innsýn í ýmsar listgreinar?




Mínar hugleiðingar

Hugmyndir um menntun eru að breytast. Það er ekkert óvenjulegt og sagan sýnir okkur að þaðe r eitthvað sem gerist reglulega. Samt skrýtið hvað ákveðnar hugmyndir eða stefnur eru áfram "hallærislegar". Það er t.d. reglulega fjallað um það af yfirvöldum menntunar að það þurfi að efla starfs- og iðnám í landinu. Ég er búin að vera viðloðandi menntunarmál í nokkra áratugi og þetta hefur ekkert breyst frá því ég fór að fylgjast með þessari umræðu, seint á síðustu öld. Þessu er áfram slegið upp og menn velta fyrir sér hvað eigi að gera. Bóknámi er áfram still upp sem "betra" námi og nemendur hvattir til að taka stúdentspróf því það er jú lykillinn að framtíðinni. Nemendur í iðnnámi eru hvattir til að bæta við sig fögum til að geta líka lokið stúdentsprófi eða hreinlega svissa alveg yfir í bóknám ef þeir eru sterkir í bóklegu fögunum. Meðan þetta er svona þá er ekkert að breytast. T.d. ef nemandi úr iðnámi vill breyta til eftir einhver ár og fara í háskóla, þá eru ekki allar leiðir opnar, jafnvel þó hann hafi meiri grunn í ákveðnum fögum heldur en nemendur sem hafa tekið almennt stúdentspróf. það er því kannski ekki skrýtið að foreldrar hvetji börn sín til að taka líka stúdentspróf, "bara svona til öryggis".


Umræður í hópum

Notað var umræðuformið Opið rými. Fór fram á þann hátt að tveir renningar voru settir á vegg, með tveimur tímasetningum og áttu nemendur að skrá sig á annað með eitthvað efni sem þeir vildu ræða varðandi framtíð menntunar. Síðan áttu þeir að skrá sig á hina tímasetninguna hjá einhverjum öðrum. Þannig voru myndaðir hópar sem máttu velja sér staði í skólanum til að setjat niður og spjalla. Niðurstöðuna úr umræðunum átti að senda inn á Moodle. Þetta voru því tær umræður fyrir alla.


Verkefni A

Hópurinn minn samanstóð af sjö manns og við ræddum um hvernig rafrænt nám (IT) verður stærri þáttur af menntun í framtíðinni.


Við töluðum mest um hvernig snjalltæki verða hluti eða stefna að því að verða hluti af námi í framtíðinni. Það helsta sem kom út úr okkar umræðum var þetta


  • M-learning / Bring your own divice (BYOD).

  • Nemendur spenntir fyrir þessum tækjum.

  • Tækin eru alltaf við höndina, hægt að benda á allskonar hluti í gegnum tækin.

  • Kenna nemendum á tækin og gera þau sjálfstæð, nota sem námstæki. Ýmis ráð til að láta nemendur nota tækin við nám (en ekki í eitthvað annað).

  • Menntun framtíðarinnar að nota einhver svona tæki til að halda utanum okkar nám.

  • Formleg pappírsbókanotkun minnkar og í staðinn koma rafbækur, hljóðbækur og gagnvirk forrit.

  • Samfella milli skólastiga, nemendur koma upp í skólastig betur tæknilega fær en unnið er með þar, tæknin síast inn uppávið.

  • Í mörgum fyrirtækjum eru snjalltæki að mestu notuð í staðinn fyrir pappír.

  • Nota tækin til lærdóms, jafnvel utan kennslustofunnar, hlutverk kennara verði kannski að vera kennslufræðilegir ráðgjafar um gerð forrita í snjalltækjunum.

  • Stöðluð próf núna, námsmat í gömlum ferlum, en framtíðarnemendurnir munu læra svo margt, námsmat mun breytast.

  • Hvernig grunnur nemendanna er metinn og framhaldið ofaná (æðra nám) – hvort allt verði stiglaust og þekkingin/námið verði samsafn hæfnistimpla.

  • Mikilvægt að halda persónulegum tengslum þótt sjalltæki verði notuð.

Mjög skemmtilegar umræður og við töluðum dálítið út frá bók Zachary Walkers, um síðustu bakpokakynslóðina. Ég keypti þessa bók fyrir áramót og frétti þarna að það er einnig búið að gefa hana út á íslensku og dreif mig í að kaupa hana líka:




Verkefni B

Við vorum tvær í hópi að ræða Námsefni tengt aldri: Mörkin eyðast og byggðum það út frá myndböndum Robinson sem eru hér að ofan. Það helsta sem við ræddum var eftirfarandi:

  • Af hverju er börnum raðað í bekki eftir aldri? Væri möguleiki að raða þeim eftir getu/þekkingu?

  • Raða skólastigi eftir þekkingu og skilningi á námsefni.

  • Námskröfur þurfa að taka mið af einstaklinginum. 

  • Fara áfram eða aftur um bekk – félagslegar afleiðingar.

  • Passa að leggja áherslu á félagslega þáttinn svo að mismunandi aldursstig geti unnið saman.

  • Munur milli kynja varðandi námsgetu.

  • Erum við bundin af þessum reglum/kössum af því við lærðum þannig sjálf?

  • Geta skapað sér sína eigin námsleið?

  • Hver ákveður hvaða þekkingu þarf að læra innan ákveðins tímaramma?

  • Kenna frá byrjun hvernig þau eigi að læra.

  • Erfiðleiki í dag að halda utan um svona fyrirkomulag en spurning með framtíðina?

  • Mun “Gráðusækni” hverfa?

Gráðusækni samkvæmt wikipedia gæti verið eftirfarandi:

Credentialism - Credentialism is a reliance on formal qualifications or certifications to determine whether someone is permitted to undertake a task, speak as an expert[5] or work in a certain field. It has also been defined as "excessive reliance on credentials, especially academic degrees, in determining hiring or promotion policies.".[6] Credentialism has also been defined as occurring where the credentials for a job or a position are upgraded, even though there is no skill change that makes this increase necessary.

Comments


Anna Kristín 

© 2023 by  Designs by Thomas Rider. Proudly created with Wix.com

  • facebook-square
  • Twitter Square
Halldórsdóttir
annakrhi.jpg

Portfolio í skólastarfi

 

Þetta portfolíó er þáttur í námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum. Hér er er smá yfirlit yfir alla tímana og skilaverkefnin. Í lokin verður munnlegt próf úr efni þessa portfólíos.

Thanks for submitting!

bottom of page