17. jan. 2019 Menntastefnan á Íslandi, helstu áhersluatriði
- Anna Kristín
- Feb 1, 2019
- 1 min read
Updated: Mar 16, 2019
Þuríður var með fyrirlestur um menntastefnuna sem var fínn; aðalnámskráin 2011, hvítbókin 2014 og ný menntastefna Lilju Alfreðs til 2030.
Mér finnst þetta allt saman mjög keimlíkt, auðvitað eru þarna breytingar en þær eru ekki miklar. Áhersluatriðin breytast aðeins en það er kannski bara tímanna tákn.
Eftir fyrirlesturinn fórum við í umræðuhópa og notuðum púslaðferðina. Búið var að skipta nemendum í sérfræðihópa eftir greinum og tóku sumir hvítbókina, aðrir aðalnámskránna og svo framvegis. Ég lenti í hópi um Hvítbókina og átti að vera búin að lesa hana áður en mætt var í tímann. Ég lenti í nokkurnveginn sama hópi með hvítbókina fyrir áramót þegar þessi aðferð var kynnt hjá Guðrúnu. Hefði kannski frekar viljað lenda í öðrum hópi,
Afrakstur umræðnanna var að skila hljóðupptöku og gera jafningjamat. Þetta var skemmtilegt.
Ég var frekar óörugg og fannst ég lítið kunna en það reyndist vera vitleysa, held ég kunni orðið hvítbókina frá hjartanu. Skemmtilegt að skila hljóðupptöku fyrir matið það er aðeins öðru vísi nálgun og krefst þess að maður hugsi aðeins öðruvísi um framsetninguna (og passi að maður fari ekki víðan völl því þá er tíminn búinn). Þurftum að hlusta á upptöku hjá öðrum hópi til að gera jafningjamatið
Hef svo ekkert meira um þennan tíma að segja. Ekki alveg það sem mér finnst mest spennandi í náminu en skil alveg að ég þurfi að vera með þetta í huga.
Hér er tengill á aðalnámskránna:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/namskrar/#Tab1

Comments